Saga i barnaverndarkerfinu.

Komiði sæl og blessuð.

Mig langar að vekja athygli a mjög serstöku malefni sem hefur sjaldan eða aldrei verið til umræðu um barnaverndarmal a Islandi. Þo er þetta malefni sem ætti að snerta flesta i lestri. Eg ætla að hefja skrifin a sögu um mig og hvernig hun hefur motað skoðanir minar.

Þegar eg var 7 ara var eg tekinn ur forsja moður minnar sem var í raun vægast sagt umdeild ákvörðun og tók Barnaverndarnefnd forræðið yfir mér og bróður mínum sem er 2 árum yngri en ég. Við vorum á endanum settir á sitthvorn staðinn, ég á fósturheimili þar sem fyrir voru 2 stelpur í fóstri og hjón sem voru fósturforeldrarnir í stóru einbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur.

Á þessum tímapunkti er vert að minnast á hversu mikilvægt það er fyrir börn að fá sem eðlilegast uppeldi og skilnaðurinn við móður mína og reynslan með gamla kærastann hennar sem var mikill ofbeldismaður, eitthvað sem ég og bróður minn fengum að kynnast ásamt móður okkar var eitthvað sem setti tón á uppeldið.

Með nýju fósturforeldrunum var ég þó kominn í öruggara umhverfi að mati barnaverndarnefndar og komu þau mér nánast í foreldrastað þar sem umgengnin við móður mína var 1-2x á ári.

Eftir nokkur ár hjá þeim er ég orðinn einn af allra toppnemendum skólans míns og að sama skapi valinn besti maður KR í körfu sem var líka eitt aðalliðið í mínum flokkum.

Björt framtíð þar.

Síðan kom skellurinn. Barnaverndarnefnd tók þá ákvörðun að breyta starfssemi fjölskylduheimilisins og rak fósturforeldrana úr starfi á þessu heimili og ég fékk að heyra það á fundi með þeim og fulltrúum barnaverndarnefndar.

Veröldin féll.

Ég byrjaði að líta á mig sem annars flokks persónu og starfsfólkið sem ég fékk á heimilið í staðinn var kvöl og pína að díla við fyrir 13 ára strák þarna. Ég fékk fljótlega að heyra hluti frá þeim eins og "ég vorkenni þér ekki neitt" og fleira í þeim dúr og það var aldrei nein umhyggja eða nánd sem fylgdi umgengni við þetta fólk, aðeins reglur.

Undanfarin ár hef ég lagt upp með að nýta þessu reynslu mína í þágu samfélagsins. Ég hef komið í útvarp og í blöðin og greint frá þessari reynslu.

Ég hef einnig haft samband við 2 lögfræðistofur og reynt að fá miskabætur fyrir þessa reynslu en ekki haft erindi sem erfiði því það sem barnaverndarnefnd lagði á mig var "löglegt". Siðlaust en löglegt. 

Nú er ég þannig að manni búinn að ég hugsa ekki bara um mig sjálfan í þessum efnum.

Ég er meðal annars í námi tengdu vinnu með börnum því eina vinnan sem ég hef haft ánægju af að vinna er vinna með börnum. í öðrum vinnum hef ég ekki náð að fóta mig, yfirleitt vegna þunglyndis, kvíða eða erfiðra samskipta vegna þessara tveggja þátta í sambland við erfiða lífsreynslu sem hefur mótað mig á leiðan hátt.

Varðandi miskabætur þá hugsa ég einnig að ég er klárlega ekki sá eini sem hefur lent í svona rugli á Íslandi og þess vegna er njög mikilvægt að leiðrétta þessi mistök sem hafa verið gerð í barnaverndarmálum á Íslandi með því að skoða þessa hlið til að koma á móts við einstaklinga sem hafa lent í svona reynslu undir forráðum ríkis eða bæja landsins. Þetta er leið upp á við til þess að bæta stöðu barnaverndarmála. 

Þess vegna kalla ég eftir stuðningi við þetta málefni.

Ég sé fram á að í framtíðinni verði ég annað hvort félagsmálaráðherra eða forstjóri Barnaverndar.

En af hverju ætti ég að vinna fyrir stofnun sem hefur farið svona illa með mig? - Jú ég hef reynslu til að hafa vit fyrir hvers lags svona vitleysu sem gæti mögulega og mjög líklega hent fleira fólk á landinu. Og við ættum að vilja lágmarka svoleiðis eftir bestu getu. Því miður er eins og þessi geta sé ekki alltaf til staðar hjá þessu fólki sem vinnur á þessum stofnunum. Þess vegna eru vafasamar ákvarðanir stundum teknar sem gera meira illt en gott. Það er þó ekki algilt og ég er ekki að segja að slæmt fólk vinni hjá Barnavernd eða stofnunum af því tagi. Það er einfaldlega nauðsynlegt að bæta fyrir dýrkeypt mistök og þess vegna eru svona bætur, miskabætur rökréttar.

Ég hef einnig áhuga á að vinna að og fjalla um málefni geðheilbrigðisþjónustu á landinu en ég mun koma að því í næsta pistli.

Ég hvet fólk til að senda mér línu á facebook en til þess að gerðar séu breytingar til hins betra í þessum málefnum þá þarf fólk að vinna saman. 

M.b.kv.

Hlynur Már Vilhjálmsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband